Það er ekki ráðlagt að fara í tattoo þegar maður er óléttur. Það er væri örugglega mjög erfitt að finna húðflúrara sem er tilbúinn til þess að flúra ólétta konu. Ástæðurnar eru margar.
Til dæmis kemur nokkuð oft fyrir að það líður yfir fólk í flúri, það er ekki sniðugt (af augljósum ástæðum) að ófrísk kona detti niður í yfirlið.
Það er líka töluvert álag á líkamann að láta flúra sig og það hefur komið fyrir að konur fari í fæðingu undir álagi.
Svo er náttúrlega hægt (þó líkurnar séu sáralitlar) að smitast af lifrarbólgu og öðrum blóðbornum sjúkdómum, og þeir sjúkdómar gætu smitast til barnsins í móðurkviði.
Í síðasta lagi þá breytist líkaminn töluvert á meðgöngu og líðan manns líka, það er því ekkert ólíklegt að eitthvað sem maður gæti hugsað sér að fá sem flúr meðan maður er óléttur, sé maður ekkert ánægður með eftir að barnið er fætt og líkaminn búinn að jafna sig.