Lenti í því núna í seinustu viku að það kom maður á milli fimmtugs og sextugs inn í sjoppuna sem ég vinn hjá og hann sá flúrið mitt og byrjaði aðeins að spjalla við mig um það. Við byrjuðum að tala um pönkið og allt það sem kom þessari “húðflúra-bylgju” í gang.
Síðan segir hann eitt sem mér fannst alveg ótrúlega fyndið:
“Jááá, en auðvitað eru bara konur og hommar sem fá sér flúr, er það ekki?”
Ég vissi hvert ég ætlaði þegar ég heyrði þetta og útskýrði fyrir honum alla söguna um húðflúr. Um uppruna þess og að þau séu mest tengd við mótorhjólagæja, sjóara og fanga.
Hann segir síðan:
“Heyrðu! Þú ert bara búin að sýna mér allt aðra hlið á þessu!”

Eftir að hann fór þá sprakk ég úr hlátri!
||