Dagurinn byrjaði á því að ég fór í próf í rafmagnsfræði, sem ég sýg í. Svo eftir prófið þá fer ég í hraðbanka og tek út pening því ég ætlaði á T&S að láta gata á mér nefið aftur, fékk einhverja sýkingu seinast.
Ég labba inn og heilsa upp á Sessu, sem btw er snillingur, og segi henni að mig langi í nefgatið mitt aftur. Ég fer í stólinn hjá henni eftir 5 mínótur og vinur minn er að fylgjast með götuninni. Hún stingur nálinni í, no problem, alveg sami sársauki og ég bjóst við. En svo byrjar gamanið, þegar hún setur lokkinn í nefið byrjar að fossblæða úr nefinu, og ég er ekki að meina smá blóð, heldur rosalega mikið blóð, vinur minn sem var með mér vissi ekki hvað á sig stóð veðrið og var bara að spurja mig í sífellu hvort ég meiddi mig ekki. Ég var ekkert að meiða mig, vinur minn hjálpaði Sessu með því að ná í pappír til að stöðva blæðinguna, sem þau ná frekar fljótt. Ég sit frammi í biðstofunni meðan hún gatar eina útlenska stelpu, sem var að deyja úr stressi. Kemur hún fram og það var alveg hætt að blæða og ég borga fyrir þetta og fer svo heim með nýja lokkinn í nefinu. Núna þegar ég er heima er ég að stækka tunnelin mín úr 8 yfir í 10mm. Ég kem sjálfum mér á óvart með óvenju þolinmæði og hvað það var auðvelt að koma lokkunum í. Jæja.. er nú ekki frá meira að segja…Langaði bara að deila þessu með ykkur. Þetta er búin að vera OSOM dagur
Bætt við 2. desember 2008 - 16:53
Og já. Langar að bæta við að hún Sessa í T&S sagðist aldrei hafa lent í að það blæði svona mikið úr nefgatinu.. Mér fannst þetta nú bara fyndið. takk ef þið nennið að lesa þetta allt
What's that left hand? Right hand sucks? Word!