Það er mjög algent að fólk haldi að það sé með sýkingu þegar svo er ekki. Ýmis vandamál geta komið upp í götum, og þekki ég það sjálf þar sme ég hef lent í allskonar veseni með mín göt.
Ef þetta er bara kúla í gatinu er þetta örugglega bara bump eða einhversskonar öramyndun eða bólga.
Ef þú ert með sýkingu þá eru fleiri en eitt einkeni, gröfturinn er skrýtinn á litinn en ekki hvítur eða fölgulur. Roði, bólga, hjartsláttur eru sum einkenni sýkingar.
Það er ekki sniðugt að taka lokka úr ef þú ert með sýkingu. Það sem gerist þá er að gatið grær á báðum hlium á gatinu en sýkingin lokast inni.
Hreinsaðu gatið 2-3 sinnum á dag. Ekki oftar. Ekki nota neitt sem iniheldur áfengi ekkert spritt eða propanol.
Settu heitt vatn í bolla og ekki meira en hálfa teskeið af sjávarsalti. (verður að vera sjávarsalt) og notaðu það til að hreinsa gatið með eyrnapinna t.d.
Fyrir mig virkaði langbest að losna við svona kúlu með BPA sem fæst í tattoo og skart. Það er gott að bera á gatið 3-4 sinnum á dag.
Og síðan er best ef þú notar lokk úr titanium. Silfur er ekki gott.
Gangi þér vel :)