Heyrðu, ég er með smá vandamál. Þannig er mál með vexti að ég er með 3 göt í sitthvorum eyrnasnepli, semsagt 6 í það heila og það hefur bara verið bölvað vesen alveg síðan ég fjölgaði götunum úr 2 í 6. Semsagt, þegar ég var með eitt og eitt bara svona eins og gengur og gerist þá gat ég verið með hvaða eyrnalokk sem var, reyndar ekki alveg en svona næstum, var ekki nærri því jafn mikið vandamál og þetta er núna. Í febrúar sl. bað ég frænku mína um að kaupa svona eyrnalokka sem hægt er að fá fyrir 3 göt og að hafa þá nikkelfría, hún gerði það og ég var mega ánægð, prófaði þá og annaðhvort hafa þeir ekki verið nikkelfríir eða þá að ég er með ofnæmi fyrir einhverju öðru. Síðan þá hef ég ekki getað sett neitt í götin og það er svona risastór köggull í þeim.
Þetta sökkar af því að það er asnalegt að vera með 6 göt og ekkert í þeim. Mig langar að vera fín. Nú er bara alveg sama hvað eyrnalokk ég set í götin, mig byrjar að klæja um leið og allt bólgnar upp.
Ef einhver hefur minnstu hugmynd um hvað ég get gert endilega deila því með mér.
Fyrirfram þakkir:)