Ég býst við að fólk sé á móti því vegna þess einmitt hve ungur þú ert? Þetta er stórt tattoo sem þú ætlar að fá þér sem hylur allan upphandlegg eða framhandlegg og kannski áttu eftir að sjá eftir því seinna meir.. Jafnvel eftir 10-15 ár þá langar þig kannski í e-ð allt annað tattoo á þennan stað.
Ég er með tattoo á herðablaðinu, frekar stórt, sem ég elska mjög mikið. EN vegna þess að mig langar að fá mér backpiece einn daginn þá skemmir þessi mynd pínulítið fyrir. Semsagt, hefði ég vitað að ég ætlaði að fá mér backpiece þegar ég var yngri þá hefði ég ekki fengið mér það á þennan stað.. Kannski áttu eftir að lenda í sömu sporum eftir 10 ár og situr þá uppi með halfsleeve :)
ég skil það ekki heldur.. 3 góðir vinir mínir eru með tattoo og einn þeirra er með 2.. þau eru öll 15 ára.. og á næsta ári fæ ég mér eitt lítið á úlnliðinn… þetta er fallegt … skil það hérna fá aðilaðnum fyrir ofan mig að maður þarf að passa sig á valinu og allt þannig…
17 er nánast 18 og 18 er helmingurinn af 36 þannig ég sé ekki hvað er vandamálið…
nei nei en svona án gríns þá finnst mér 17 ára piltur alveg nógu gamall til að fá sér tattoo. Half sleeve er kanski dálítið extreme en ef hann vill það so be it. Go for it!
held að það sé líka spurning um að líkami þinn á eftir að þroskast.. flestir strákar ekki búnir að taka út fullan vöxt fyrr en um tvítugt þannig að það verður að taka það með í reikninginn. veit um marga stráka sem fengu sér flúr um 15-16 ára aldurinn sem voru langt frá því að vera fullvaxta, og þessir strákar hafa stækkað mikið á dag, sem mig grunar að hafi haft áhrif á flúrið.. en það getur enginn sagt þér hvað þú átt að gera.. þinn líkami og þínar ákvarðanir..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..