Dagurinn í gær (23. okt) var alveg geðveikur!

Ég var búin að ákveða að fá mér Septum hjá Beggu (PraiseTheLeaf) á Íslensku Húðflúrst. Ég gat ekki borðað í 2 daga ég var svo spennt!
Ég var búin að vinna kl5 og brunaði þá beint til hennar, hún bauð mér inn í götunarherbergið og fór yfir allt sem ég þurfti að vita, síðan lagðist ég niður á bekkinn, hún fann “the sweet spot”, setti töngina á sinn stað og stakk. Þetta tók allt minna en 30sek. Sársaukinn var mjög lítill, fann bara mest fyrir því þegar hún lét lokkinn í. Við ákváðum að hafa beinan lokk.
Síðan settist ég upp og þá byrjaði að fossblæða. Mér fannst það bara fyndið. :Þ
Ég fann/finn ekkert fyrir lokknum sjálfum, bara pínu þrýstingi eins og einhver hafi rekist í nefið mitt :Þ
Ég er búin að vera endalaust að skoða gatið í speglinum því mér finnst þetta svo flott (þótt að það líti stundum út fyrir ég sé með horslummu í nefinu).
Ef þið eruð að pæla í gati endilega kíkjið til Beggu á Íslensku Húðflúrstofunni! Hún er mjög vingjarnleg og maður verður einhvernveginn svo rólegur í kringum hana.

Eftir að ég fór frá Beggu þá brunaði ég til Keflavíkur niður á Húðflúr og Götun til að láta Mike klára tattooið mitt. Það tók u.þ.b. klukkutíma að klára það og var langt frá því að vera eins vont og fyrsta skiptið.
Síðan var Mike svo æðislegur að gefa mér þetta session frítt!
Ég mun senda mynd um leið og roðinn er farin.

Síðan þegar ég var búin hjá honum fór ég til mömmu sem hafði komið um morguninn frá Florida.
Æðislegt að hitta mömmu sína aftur og plús það fékk ég helling af fötum og nammi! :D

Æðislegur dagur!
||