Henna er planta. Laufin af henni eru tekin, þurrkuð og mulin í duft sem er síðan blandað við súran vökva (með lágt pH-gildi), svo sem te eða sítrónusafa þar til það verður að mauki sem er svipað þykkt og tannkrem. Maukið litar húðina (oftast svona rauðbrúnleitt) svo því er smurt eða sprautað á húðina í mynstur. Að lita húðina með henna er siður sem hefur tíðkast í sumum löndum síðan á bronsöld. Hmm.. viltu vita eitthvað meir, getur líka gúgglað bara “Henna tattoo” eða “Mehndi” og séð myndir af henna mynstrum.