Ég er veikur atm og á tattoo-tíma eftir 3 daga. Er í lagi að vera veikur og fá sér tattoo, bara kvef sko og ekkert annað, smá hiti, þarf bara að fá að vita það.
Náttúrulega ef að þú verður með hósta þá er það algjört nono eins og gefur að skilja. Ef að þetta er fyrsta þitt þá myndi ég hætta við, þú finnur meira til og þetta verður allt eitthvað erfiðara, ég gerði þetta einu sinni og mæli ekkert sérstakleg með því, annars er það mjög einstaklingsbundið svo að bíddu eftri commentum frá öðrum.
Ég myndi ekki mæla með að fara í tattoo ef þú ert slappur og með hita.. Líkaminn þarf á orkunni að halda til að lækna veikindin. Að fá tattoo er álag á líkamann einnig. Ég hef verið slöpp í tattúi og ég var alveg ómöguleg, fann mikið til, var á sífelldri hreyfingu og var bara engan veginn að þola þetta.
Tja… þegar ég fékk mér mitt fyrsta tattú þá var ég nýkomin af spítala bara 2-3 dögum á undan og var búin að vera með nýrnasteina og svona rugl! Ógeðslega vont en hinsvegar vildi ég ekki missa af tímanum mínum svo ég mætti og …gettu hvað.. þetta var bara pís of keik:)
Ætli þetta fari bara ekki eftir því hve mikinn sársauka þú þolir þegar þú ert veikur :)
ég fór slöpp í tattoo og það flúr var mjög vont…ég var pirruð og fannst fara illa um mig og allt var ómögulegt ….en maður drept ekki þú verður bara að gera það upp við sjálfan þig….persónulega myndi ég ekki sleppa tímanum. Tékkaðu hvernig þú verður á morgun og sjáðu til
Bætt við 16. september 2008 - 16:12 ó djók ég er degi eftir á!!!!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..