Ég var fyrst svolítið nojuð yfir því að fólkið sem ég væri að vinna með væri með fordóma þegar ég byrjaði í vinnunni minni og passaði mig að fela öll flúrin mín fyrstu vikurnar, eða þar til fólk var aðeins búið að kynnast mér. Eftir það hefur þetta verið pís of keik, fólk er almennt mjög áhugasamt bara um flúrin mín. Eftir að ég byrjaði á backpiecinu mínu er fólk sérstaklega mikið að hrósa mér fyrir hvað það sé flott og á vinnudjömmum þá eru allir að biðja um að fá að sjá.
Svo hef ég líka lent í umræðum um húðflúr almennt og mismunandi stíla og mismunandi flúrara við ótrúlegasta fólk í vinnunni minni, fólk sem ég hefði haldið að hefði engan áhuga á flúrum og væri jafnvel bara frekar á móti þeim. Það kennir manni að dæma aldrei fólk, hvort sem það eru jakkafataklæddir skrifstofumenn eða útúrgataðir og flúraðir pönkarar.