Hugsaðu þig vel um áður en þú setur eitthvað á hálsinn og mundu að jafnvel þótt að þér finnist hárið fela það, þá er til svolítið sem heitir vindur. Einnig kioma tískubylgjur þar sem stutt hár er alveg málið og ef þú ert svona mikil “stelpa” þá mundi ég ekki útiloka það að þú fylgir tískusveiflum.
Tatto á hálsi kemur einnig í veg fyrir að þú verðir einhverntímann tekin til greina í ábyrgðarfyllri stöður í stærri fyrirtækjum með mannaforráð svo og sýnilegar stöður, þar sem að þú værir talsmaður fyrirtækis.
(Fyrirtæki í þessu samhengi eru stærri, meira traditional fyrirtæki). Það er að sjálfsögðu tuil undantekningar frá þessu, en villtu byrja starfsframann á því að minnka kökuna um 80%?
Einnig finnst mér ein ranghugsun hjá þér þarna og það er að segja að þetta sé svo fínn staður því þú átt auðvelt með að sýna tattooið. Ætti þetta ekki að vera persónulegt fyrir þig, en ekki sýndarmennsku. En ef þetta er fyrir sýndarmennskuna, þá geturðu alveg hunsað all hér á undan, því það á ekki við þig.