halló,
ég er að fara að spá í að fara að fá mér gat í naflann.
Kærastinn fékk sér gat í tunguna. (Sem btw ég var frekar ósátt því hann sagði mér ekki frá því að hann ætlaði að gera það, hann gerði það bara útaf því að hann vissi að ef hann myndi segja mér fyrst þá myndi ég harðneita haha) Það hrinti mér í það að skella mér að fá mér gat í naflann, ég spurði mömmu um að fá gat í naflann fyrir 2-3 árum. Hún harðneitaði.

Núna er ég 18 ára og komin með tattoo. Svo gat í naflann verður ekki lengur vandamál að fá (í sambandi við mömmu).

Ég er að hugsa núna þegar er að verða kaldara í veðri því þá er ég ekkert að fara í sund eða svoleiðis.

Það eina sem ég vil vita er hvar er best að fá gat?
Hver er besti gatarinn og hver gefur mér bestu upplýsingar um hreinlæti og allt í kringum það?

Ég er líka að spá í að fá mér gat í eyrað. Semsagt ofarlega.

Ef einhver gæti sagt mér frá manneskju sem er góð í að gera bæði og hvað það kostar sirka?


Bætt við 17. ágúst 2008 - 17:48
Takk allir.

Ég hugsa að ég fer til Sessu í Tattoo og Skart þar sem allir mæltu með henni. :)
Miles: 3969.64 | Kilometers: 6388.33