Var að spá með efnin sem eru í lokkum sem eru notaðir við götun.
Fór til Sessu einusinni og keypti 5þúsundkr lokk, hún sagði að hann væri úr ekta einhverju, man ekki alveg hvað það var, og að það væri miklu betra en að kaupa t.d. ódýrari lokk sem er ekki úr þessu efni… sterlingsilfur eða eitthvað?
Allavega, fyrsta mánuðinn var allt í lagi með gatið, hreinsaði það oft bara í sturtu og leyfði vatni að leka á það og svona, en fékk svo eftir mánuð svona bólu undir gatið og það blæddi aðeins úr því, og ég hreinsaði með saltvatni og það virkaði takmarkað… svo ég fór aftur til Sessu og hún sagði að það gæti verið að ég hefði klúðrað gatinu.
Allavega ég hafði gert allt sem hún sagði mér að gera en svo kom þessi kúla þannig ég skil ekki alveg hvað ég hefði getað gert betur.
Svo seinna meir fæ ég mér aftur gat með lokki sem var örugglega ekki úr sama efni, var mjög meðvituð um að gera miklu betur en með hitt gatið, en það sama gerist aftur, þó ég hreinsaði vel og snerti aldrei með fingrunum o.s.f.v.

Þannig að mín pæling er sú að : af hverju er þetta tiltekna efni notað langoftast í eyrnalokka og lokka yfirleitt, er fólk vanalega ekki með ofnæmi fyrir því, er hægt að fá ofnæmi fyrir því, ef það er hægt, hvað á maður þá að gera?

Ég hef aldrei verið greind með ofnæmi fyrir neinu en ég er farin að spá núna hvort það sé eitthvað efni í lokkum sem ég er með ofnæmi fyrir, nota t.d. sjaldan eyrnalokka því mig fer að klæja voðalega í eyrað og snepillinn verður frekar rauður… en ég tengdi það oft bara við að eyrun væru ekki vön þvi að hafa lokk í fyrst ég nota eyrnalokka svona sjaldan…en já.