Ég er nú nokkuð viss um að hinn þráðurinn inniheldur ekki bara “bull” svör, en ég skal svara þér eins alvarlega og mér er unnt.
Allir staðir þar sem eitt af eftirfarandi atriðum á við eru viðkvæmari fyrir hröðum, endurteknum stungum húðflúrnálarinnar en aðrir :
-Þunn húð,
-stutt í bein (þ.e. lítið eða ekkert fituleg og/eða vöðvalag áður en bein stingst út),
-stutt í stóra vöðvahópa.
Af þessu má sjá að líkt og einhver gantaðist með hér að ofan, þá eru þjóhnapparnir vissulega sá staður líkamans þar sem flestir finna minnst fyrir húðflúruninni.
Hins vegar, ef skoðaðir eru nokkrir þræðir á húðflúráhugamáli Huga.is af handahófi og lauslega rennt yfir svörin þar kemur fljótlega í ljós að þeir staðir sem flestir notendur nefna sem eru svo einstaklega viðkvæmir fyrir flúrun að sársaukinn er nánast óbæranlegur fyrir kveifar eru m.a. eftirfarandi :
-Innanverður úlnliður
-ökklabeinið
-bringubeinið
-hnésbót
-hliðarnar á rifjahylkinu
-á milli tánna (ekki alveg viss hvað viðkomandi var að pæla, samt)
-barkinn
-ristarnar
-olnbogabótin
Nú er því hægt að draga þá ályktun að þeir staðir þar sem flestir fá sér húðflúr (upphandleggir, framhandleggir, kálfar) séu akkúrat þeir staðir þar sem minnstur er sársaukinn, en hafa ber þó í huga að enginn er eins, og allir finna mismunandi mikið fyrir þessu.
Að lokum vil ég bara minna þig á, ef ske kynni að þú værir kvenkyns (afsakaðu, ég gleymdi bara að athuga það), að húðflúr á mjóbakið er að margra mati mjög flott, en ekki er mælt með því, þar sem af læknisfræðilegum ástæðum er mænudeyfing ekki leyfð ef verðandi móðir er með húðflúr á mjóbakinu.
Ég vona innilega að þetta svar mitt sé fullnægjandi, en ef það er eitthvað fleira þá skaltu ekki hika við að annað hvort svara þessum pósti, ellegar senda mér skilaboð beint, ef þú treystir þér ekki til að ræða það svo opinberlega.
Með kærri kveðju, Steindór.