Það er misjafnt hvað hrúður er lengi að fara af hjá fólki. Hjá mér kemur mesta hrúðrið eftir ca 2-3 daga og er á alveg í viku eða meira. Eftir 2-3 vikur er það síðan oftast alveg farið.
En ALLS EKKI hjálpa til við að taka það af (kroppa, klóra, nudda, bleyta mikið upp í) því þá kemur mjög líklega til með að vanta lit í flúrið.
Talandi um flúr og gróanda þess…. Ég hef undanfarið verið að prófa mig smá áfram þar sem ég hef verið að láta flúra mig á erfiðum stöðum. (olnbogabót, handarkrika o.fl.)
Ég bleyti örlítið upp í flúrinu 2x á dag (kvölds og morgna) og “þvæ” það varlega með Hibiscrub sápu sem er sótthreinsandi (fæst í apóteki en kostar svolítinn pening) Svo skola ég sápuna vel en varlega af, þurrka alla bleytu og ber síðan þunnt lag af kremi á (í mínu tilfelli ber ég EasyTattoo krem á en það er hægt að nota önnur krem)
Þetta virkar mjög vel, þrífur burt allt gamalt krem og heldur flúrinu hreinu.