Finnst svo asnalegt að fólk ætli að fá sér tattoo bara til þess að fá sér tattoo.. bara af því einhver annar sem hann/hún þekkir er að fá sér tattoo eða er með tattoo.
Tökum dæmi: Einhver litar hárið á sér ljóst og þá fara allir að að lita hárið á sér ljóst, einhver kaupir Hondu Civic - allir kaupa Hondu Civic o.s.frv.
Svona eru Íslendingar leiðinlegir! Þurfa allir að vera eins! Enginn má vera e-ð aðeins öðruvísi og ef einhverjum dettur í hug að gera e-ð flott eða spes þá fara allir að herma eftir.
Ég fékk mér tattoo af því ég vildi vera öðruvísi, hafði alltaf síðan ég var pjakkur verið heillaður af flúrum, veit alveg hvað ég vil og þau þíða alltaf eitthvað fyrir mér.
En flestir íslendingar líta bara á þetta sem týskubylgju eins og ljósar gallabuxur, aflitað hár eða converse skó.
Þetta er miklu meira! Þetta er á þér for life og þú skiptir ekkert um einn, tveir, og þrír.
Það kemur tímabil þar sem allir fá sér tribal og allir fá sér kínatákn og allir fá sér nafnið sitt í Moggastöfum á framhandlegginn.
Finnst bara þetta vera hlutur sem eigi ekki að vera tískubylgja eins og föt eða hárlitur.
Ekki það að ég sé e-ð á móti því að fólk fái sér tattoo =P Finnst bara svo fáránlegt að allir þurfi að gera það á sama tíma og bara af því að allir eru að því!
Er e-r sammála mér?
What doesn't kill me will probably try again