Já þær segja það en það er vitlaust hjá þeim.. Ég veit um fullt af fólki sem hefur fengið sér jurtatattoo og þá bæði myndir og augabrúnir/varalínur og þetta er allt saman ennþá á enn þann dag í dag… Allt eru þetta jurtattoo sem eru eldri en 7 ára. Ég var með jurtatattoo sjálf og mér var sagt að það myndi endast í 3-6 ár. Eftir um 6 mánuði fór það að grána (var svart) og verða ljótt og örlítið flekkótt og hélst þannig í 7 ár óbreytt áður en ég lét setja yfir það með ekta lit. Þetta jurtadót er bara bull og lélegt peningaplokk því fólk er oftast mjög ásátt við jurtatattúin og enda oftast á því að láta setja alvöru lit yfir þau sem kostar alveg jafn mikinn pening ef ekki meira.
Já, það er reyndar líka til. Þá er búið að blanda sama litarefni og er í svörtum hárlit í hennað, hef reyndar heyrt varað við því af því að það getur valdið heiftarlegum ofnæmisviðbrögðum hjá sumum.
En góður punktur, svart henna væri miklu flottara á augabrúnir en þetta venjulega.
Sá konu með þannig um daginn sem var alveg hrillilegt, kannski var þetta bara lélegt tattú en allavega leit þetta út eins og krot eftir kúlupenna sem er alveg að fara af.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..