Ég semsagt er með þónokkur göt í eyrunum og eg rak mig í eitt þeirra(milli helix og lobe) og það byrjaði svona pínu að bólgna þannig að eg ákvað að setja hring í það(var með pinna.
Jújú allt í lagi með það og svona hreinsaði þetta bara og fór að sofa. Daginn eftir er þetta búið að bólgna meira og ég bara hreinsaði þetta vel og fékk mér eina ibufen og beið bara, þangað til að eg fann svona lítið kýli á hálsinum bara á bakvið eyrað svona litla kúlu. Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta var og spurði mömmu og hun sagði að þetta væri bólgin eytill(kann ekki að skrifa) svona einsog þegar að þú færð rosalega hálsbólgu þá bólgna 2 svona undir kjalkanum.
En já ég ákvað að taka bara lokkinn úr en það var ekki svo auðvelt afþvi að eyrað var orðið svo bolgið að eg gat ekki tekið hringinn úr. Þannig ég fékk mer eina ibufen og lagði klaka á þetta í smá tíma og reyndi svo aftur en ekkert gekk gatið á hringnum var aaaaalltof lítið fyrir bólgna eyrað mitt. Þannig að kærastinn minn fer að leyta af töngum og allskonar dóti til að beygja hann eða teygja í sundur en það gekk ekki þannig að við þurftum bara að klippa hann og við gerðum það með naglbýt(ekki rosalega þægilegt).
daginn eftir semsagt í dag þá fór ég til læknis því nú var ég kominn með 2 bólgna eytla á hálsinn og þessa 2 undir kjálkanum. Ég þurfti að fá sýklalyf(sterk) og fucidine(bólgu eyðandi krem) og á nú að hreynsa þetta með súrvatni reglulega.
Já svona getur þetta verið skemmtilegt og ég vona að þið passið nú ykkur til að lenda ekki í þessu. :)
facebook.com/queeneliiin