Ég ætlaði einmitt að fá mér svona þegar Quentin kom á Tattoo & Skart um daginn. Ég var búin að bíða í 4-5 ár eftir manneskju sem gerði surface göt til að geta fengið mér. En ég spjallaði við hann um þetta og hann fræddi mig mjög mikið um þetta eina gat. Það er svo mikið af vöðvum þarna, plús kinnbeinið, sem bara vinna í því að ýta þessu út. Og maður notar vöðvana þarna svo mikið t.d. bara við að brosa.
Hann sagði mér að surface göt væru eiginlega bara að verða úrelt og dermal anchor væri bara að koma í staðinn. Málið var bara að mig langaði ekkert í einn punkt, ég er meira fyrir þetta pinni-í-gegn og tvær kúlur. Hitt er of svona “minimal” fyrir bygginguna mína og einhvern veginn of nýtískulegt fyrir mig.
Hinsvegar bauðst hann til að gata í mig “temple” sem er lárétt við hliðina á auganu. Hann sagði að það væru miklu meiri líkur á því að það gæti gróið og minni líkur á því að líkaminn myndi hafna því vegna þess að það eru nánast engir taugaendar þarna og heldur lítið af vöðvum sem eru mikið notaðir fyrir utan það að píra augun. Ég féllst á það og núna er ég bara mjög sátt.
Hér er mynd af því.En annars held ég bara að það sé betra að fá sér dermals.