Júmm maður lætur sig ekki vanta.. Þó myndi ég vilja sjá þessa ráðstefnu þróast aðeins til hins betra, gera meira fyrir gangandi gesti og fólk sem er að fá sér flúr… Sölubásar, keppnir o.fl.
Þetta snýst basicly bara um að flúra, alla helgina og svo endar þetta með verðlaunaafhendingu sem virkar voðalega “vip”. Semsagt það fær enginn að sjá verkin sem vinna til verðlauna heldur er einungis flúrarinn kallaður upp og tilkynnt að hann/hún hafi unnið. Finnst að það þurfi að gera meira úr þessu.
Ég fór til Gautaborgar núna í mars og þar var ekta tattooráðstefna. Íslenska ráðstefnan er bara prump miðað við þær sem eru haldnar úti að mínu mati