Mér finnst það svona á mörkunum. Það eru meiri líkur á að maður sjái eftir svona ákvörðunum, sem maður hefur tekið þegar maður var ungur, þegar maður eldist. En ég veit svosem ekkert um þetta og mér er nokk sama.
Mér finnst það fara algerlega eftir þroska. Ég veit um gaur er í 10. bekk og ég myndi líklegast telja hann nógu þroskaðan til að velja sér flúr sem væri ekki fáránlegt og hann myndi ekki sjá eftir.
ég fékk mér tattoo rétt búinn með 10bekk og það er ekki mynd sem ég myndi fá mér í dag en sé samt ekki eftir henni og ætla ekki að láta breyta henni eða gera neitt
Ég fékk mér fyrsta tattúið að verða 14 ára og ég sé ekki eftir því í dag, þykir mjög vænt um það því það vekur upp gamlar minningar. Síðan þá hef ég smátt og smátt verið að auka í safnið (meðaltal 1 á ári) og ég sé ekki eftir neinu þeirra. NEMA kannski hugsanlega þeim sem ég er með á bakinu, vegna þess að þau koma pínu í veg fyrir að ég geti fengið mér backpiece. Mig langar nefnilega ekki að covera þau
Ef þroski er til staðar þá finnst mér aldurinn skipta minna máli. En auðvitað finnst mér ekkert rétt að 10 ára krakki fái sér flúr þó hann sé þroskaður. :P
Mér finnst allt í lagi að 16-17 ára krakkar fái sér flúr EF þeir eru búnir að hugsa þetta fram og til baka og vera með hugmyndina nógu lengi í hausnum til að vera alveg 150% vissir um að þetta sé eitthvað sem þeir vilji.
Mér finnst að maður ætti að virða það að þetta sem maður ætlar að láta flúra á sig verður þarna þangað til maður annað hvort deyr, finnur ostaskera og fær hugmyndir, eða fer í aðgerð til að láta fjarlægja þetta, sem kostar enn meira en að láta flúra það.
nú er sama gellan sem ég þekki sem fékk sér tattoið “made in thailand”(hjá mjó bakinu, nær lárétt yfir allt bakið) að fara fá sér annað á öxlina og hún var bara að gera e-ð og valdi fiðrildi. er ekki meðal fjöldi á tatto hja fólk um 3-4 svo er hún að fá sér 2 á sömu vikuni og þegar hún er 15. svo ég spyr þig finnst þér það í lagi?
það sem ég held að hún eigi eftir að sjá eftir þessu því hún gerir sér ekki grein fyrir því að “made in” þýðir “búið til í” og hún er með þetta “made in thailand” en hún er búinn til i á íslandi fæddist á íslandi hefur alltaf átt heima á íslandi en mamma hennar er bara thailensk(pabbi hennar er íslenskur) þess vegna gerði hún “made in thailand” xD
Mér finnst svosem allt í lagi að fá sér tattoo í 10. bekk….. en að fá sér 2 tattoo í sömu vikunni er einum of. Sérstaklega þar sem hún er að fá sér annað tattoo bara til að fá sér tattoo.. ekki sniðugt
Ég veit um eina stelpu sem er líka að klára 10 unda og hún fékkst sér það heimskulegasta og ljóstasta tattoo sem ég hef séð, hjarta sem er svona skorið í tvennt og búið að sauma aftur saman með djöflahala!
Þvílíkt glatað og hún mun sjá svooo mikið eftir því!
Nei tattoo verða ekkert alltaf afmynduð við slit.. T.d. við óléttu. Þau teygjast á meðan maginn er stór en í flestum tilfellum verða þau eins þegar maginn er kominn í sitt rétta horf aftur.. Allavega verður engin klessa
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..