Var alls ekki að gefa það í skyn :) En það er óhjákvæmilegt samt að ganga ekki sama hver árstíðin er. Ilin er mjög viðkvæm, og því myndi mér þykja það slæm hugmynd að setja húðflúr þar.
Vegna þess að þú þarft að ganga (til að gera ýmsa hluti eins og t.d. bara til að fara á baðherbergið), flúrið myndi vera frekar berskjaldað sérstaklega ef þú átt það til að hreyfa þig mikið á nóttunni. Fólk svitnar líka miklu meira en það heldur á ilinni.
Svona svipað og að fá sér tattoo í lófann. Sé það alveg fyrir mér að þetta gæti skemmst frekar auðveldlega. :)
Bætt við 12. apríl 2008 - 23:51
Kannski gott að bæta því við að ég fékk mér húðflúr á milli herðablaðanna fyrir nokkrum árum. Hann fór of djúpt með nálina þannig ég er með taugaskaða, þ.e. ég er tilfinningalaus á litlu svæði þar á milli.
Ilin á þér er samansafn af andskoti mikið af taugum á mjög litlu svæði. Ef hann fer of djúpt gæti það valdið taugaskaða.
Svo ekki sé minnst á það, þetta verður alveg ofsalega sársaukafullt. :)