Mig langar mjög mikið í tattú á úlnliðinn. Hversu nálægt úlnliðnum má tattúið vera og má alveg fara yfir púlsinn og það? Er þetta ekki það grunnt að ekkert gerist?
Bætt við 9. apríl 2008 - 22:51 Ég heyrði einhversstaðar að þetta væri frekar sársaukafullur staður til að setja tattoo á. Er það satt?
Það er alltaf sársaukafullt að fá sér tattú. Þetta er allt rosalega persónubundið. Slagæðin er langt undir húðinni. Nálin ristir ekki þetta langt jafnvel þótt húðin þarna sé mjög þunn. Tattúverarar vita hversu langt þeir eiga að rista. Ég mæli samt ekki með því að fá þér tattú á úlnliðinn ef þú ert undir 18 ára aldri. Líkur eru á að þú munir miklu frekar sjá eftir því því það er erfitt að fela það nema í langerma skyrtum/peysum/bolum/jökkum.
Já, það gæti mögulega gert það ef þú ert að fara að leita að vinnu í banka eða eitthvað álíka, en ef þú ert í langerma fötum þá ætti þetta ekkert að vera vandamál. Vinnuveitendur þurfa ekkert að vita af tattúum ;)
Hafðu engar áhyggjur af púlsinum, nálin fer aldrei það langt. Hún fer aðeins í húðina og slagæðin er undir henni… Ég er með á báðum úlnliðum, fannst þessi staður ekkert verri en annar. Ég var allavega búin að búast við því versta og svo fannst mér þetta pís of keik :)
Í sambandi við vinnu. Ég er með eins og ég sagði á báðum úlnliðum og á báðum framhandleggjum (full sleeve á annarri hendinni) og ég vinn á spítala meðal annars. Ég er bara alltaf í síðerma bolum og það vita fáir af þessum flúrum mínum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..