Vinkona gaf mér “gjafabréf” í tattú (hún þekkir flúrarann) í 18 ára afmælisgjöf, en mig hafði langað lengi en ætlaði bara að bíða þangað til ég yrði átján, miklu auðveldara. Engin leiðinda riflildi við foreldra og þannig.
Þá fór ég að pæla í hvað ég vildi fá en gat aldrei ákveðið mig.
Svo varð ég ólétt og þá ákvað ég að það væri tilvalið að fá mér nafn barnsins á mig þegar það væri ákveðið. Nú er drengurinn fæddur og er orðinn 2 mánaða og hann er á brjósti. Ég veit að það er í lagi að fá sér tattúveraðar augnabrúnir af því að þau rista svo grunnt (ef ég er að skilja þetta rétt), en svo var ég að lesa hér að alvöru tattú fer í “húð nr. 2” svo ég var að spá hvort það væri þessvegna hættulegt að fá mér strax, á meðan strákurinn er ennþá á brjósti? Efast nú um að þetta smitist í mjólkina en er eitthvað sem gæti skeð, sýking eða bara eitthvað sem gæti verið hættuleg drengum?
Annars get ég ekki beðið, er lauslega búin að hanna það og svona. Er reyndar algjör skræfa þegar kemur að sársauka svo mig kvíður helling líka. En hei, ég komst í gegnum fæðingu sem var HELL og ekki sé ég eftir því svo ég hlýt að geta fengið mér tattú :P