Ég er nú bara með 1 tattú, sem eru nú reyndar 2 myndir en æi já. En það eru ss 2 stjörnur á hægri rasskinninni, þær eru hvor um sig svona 3cm frá arm í arm og eru hlið við hlið.
Þessar stjörnur merkja þannig lagað vináttu fyrir mgi og bestu vinkonu mína, ég var búin að tala mikið um að mig langaði í tattú og var eiginlega búin að tala hana inná það líka, svo nokkrum dögum áður en að við fórum suður vorum við að grínast með að fá okkur tattú þá, eins stjörnur á rassinn. Það endaði bara á því að okkur fannst þetta svo kjánalega skemmtileg hugmynd að við ákváðum að slá til, stjörnurnar mínar enduðu reyndar á því að vera fyllt inní hálfan arminn alltaf, og hennar stjörnur eru bara útlínurnar, tvær saman við nárann.
Hjá mér er ein fjólublá stjarna fyrir ofan hina til að tákna vinkonu mína og ein bleik fyrir mig, svo er það öfugt hjá henni =D
Planið er svo að setja Avalon (Sigur Rósar “engilinn”) á bakið á mér í sumar og þá aðallega yfir persónulegum ástæðum, svo er alveg pæling að setja “það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur” á bringuna, frá öxl í öxl. Pæling hvort maður stytti setninguna samt ekki aðeins eða umorði eitthvað.
-úff þetta var langt svar…