Starfsheitið mitt er háskólamenntaður sérfræðingur, s.s. ég vinn á skrifstofu með sálfræðingum, félagsfræðingum og viðskiptafræðingum. Ég er reyndar svo heppin að akkúrat mitt starf snýst ekki um að hitta kúnna, en það gæti náttúrlega breyst í framtíðinni. Ég er með fimm tattoo, eitt sem telst stórt/meðalstórt, en ég passaði mig vel að þau eru öll á þannig stöðum að ég á mjög auðvelt með að fela þau. Það sem er mest áberandi er pentacle sem ég er með á innanverðum framhandleggnum miðjum, ef ég er að fara á fundi með einhverjum uppum þá bara er ég í síðerma bolum eða peysu og það er ekkert mál.
Ég er reyndar líka með gat í augabrúninni sem ég fékk með þegar ég var búin að vinna þarna í ár og hef ekkert fengið nema jákvæð komment á það. Það eina sem yfirmaður minn hefur sagt við mig um flúrin mín var einu sinni þegar ég mætti í pilsi í vinnuna svo hann sá tvö tattoo á fótleggnum sem hann hefur ekki tekið eftir áður “nei, meira! hahaha, þetta er eins og svona finndu fimm villur” og hló.
Bottomline, þá virkar þetta fínt fyrir mig og hef ekki fengið nein neikvæð viðhorf… amk ekki ennþá ;)