Þetta leit fyrst svona út
http://img522.imageshack.us/my.php?image=bleh1ox6.jpg
Mér fannst þetta helvíti sniðug hugmynd og finnst það enn í raun, en rúnirnar frekar illa gerðar og svona, þannig að ég ákvað að fá mér coverup, en samt halda þeim bærilega sýnilegum því merkingin á þeim er alls ekki glötuð fyrir mér.
Svo ég hringdi í Tattoo 69 og pantaði tíma því ég hafði skoðað mörg verk þeirra og fannst þau alveg hreint frábær. Ég vil líka nota tækifærið til að segja að Vincent er alveg frábær gaur og það er alger snilld að sitja hjá honum. Það hafa verið einhverjar sögusagnir um að hann væri hættur að flúra út af meintu handleggsbroti en þær sögusagnir eru bara eintómt kjaftæði og hann er langt í frá hættur. Ferskari en nokkurtíma fyrr ef einhver spyr mig.
En jæja í fyrsta session tókum við framhandlegginn, þarna er þetta frekar bólgið og þrútið
http://img221.imageshack.us/my.php?image=dsc01177rq4.jpg
Þetta tók eina 8 tíma með hönnun, þetta er fríhendis teiknað btw og ég var orðinn ansi þreyttur.
Svo í 2. sessioni tókum við efri hlutann og kom hann alveg frábærlega út, mjög ánægður með örninn, hann er samvinna milli Arnórs og Vincents
http://img216.imageshack.us/my.php?image=dsc01271po1.jpg
http://img216.imageshack.us/my.php?image=dsc01270vg9.jpg
Þetta tók 9 tíma með hönnun og ég var orðinn frekar dauður.
Í 3. þykkti hann útlínur og skyggði betur í framhandleginn en uhm, ég á ekki myndir eftir það.
Í 4. tók hann svo bakgrunninn á efri hlutanum, litaði smá og skyggði örninn aðeins betur og núna lítur þetta svona út
http://img215.imageshack.us/my.php?image=dsc01306uz5.jpg
http://img135.imageshack.us/my.php?image=dsc01307py5.jpg
http://img135.imageshack.us/my.php?image=dsc01308yr9.jpg
http://img225.imageshack.us/my.php?image=dsc01305pi1.jpg
Það á ennþá eftir að fínpússa þetta fullt, klára skýin efst og aftaná, svo eiga þau að ganga niður hálfan framhandleginn og blandast við öðruvísi backround og svona fínerí.
En eins og ég segi þá er kallinn helvíti fær og langt frá því að vera hættur og mæli ég endilega með að þið kíkið á Vincent.
WHAT?