hæhæ.. eg vildi bara spurja hvar versti staðurinn fyrir tattoo er.. eg er ekki sjálf með tattoo en er að fara að fá mér..og vill eg vanda staðsettninguna vel..ég var að pæla efst uppi a hálsinum..er það vont?
Þetta er allt saman voðalega einstaklingsbundið… En auðvitað er ekkert þæginlegt að fá sér tattoo :) Ef þetta er lítið flúr þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur af að deyja úr sársauka því flestir fara að finna e-ð fyrir sársaukanum að alvöru eftir nokkra klukktíma straight í flúri.
Á endanum var maður byrjaður að svitna í klessu og vona að þetta væri að klárast, man að ég var með pappír alltaf við hendina til að þurrka svitann hehe.
lol.. versti staðurinn er einmitt hálsinn.. allavegna grét í hljóði þegar ég fékk mitt.. rosa töff að líta í spegilinn eftir á, svört í kringum augun, rauð eygð með tattoo á hálsinum :D
Pæling: Hvernig væri að gera svona FAQ svo það séu ekki alltaf að koma sömu spurningarnar. Eins og t.d.: “Er það vont?”, “Hvað kostar tattú?” og “Besti staðurinn”.
The waves come crashing as I sail across the waters, And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.
Væri þá e-ð gagn í að hafa spjallsíðu um þetta? ;) Það hafa nú einhverjar greinar verið skrifaðar sem koma að gagni í ákveðnum tilfellum en ef það yrði gert svona FAQ þá myndi fólk bara lesa það og þar af leiðandi ekki stofna umræðu þar sem kannski fleiri spurningum verður svarað
Reyndar. En samt sem áður finnst mér vera allt of mikið af þráðum sem fjalla um það sama sem gerir það að verkum að það verður ekki eins gaman að skoða áhugamálið.
The waves come crashing as I sail across the waters, And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.
ég var hjá Jason um daginn og var að spurja hann út í þetta og að hans mati var síðan, ofan á rifbeinin, versti staðurinn til að fá sér, og svo ristin. það var einmitt mjög sársaukafullt að fá sér á ristina, það liðu innan við 5 mínútur þar til það leið yfir mig :/
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..