Byrjar á að fá þér gat. Lætur það gróa og ferð svo í teygingar. Um 2-4 vikur eru látnar líða á milli hverrar teygingar og eru teygðir ca 1-3 mm í einu, allt eftir hvernig eyrað er að þola þetta
Jamm, hef verið með tapers og er með eitt stykki í eyranu núna. Var bara að pæla hvað ég ætti að gera þegar ég byrjaði á hinu eyranu, hvort að þetta væri fljótlegra á stofu og svona.
Ég er allavega með 8mm í báðum eyrum og gerði það alveg sjálfur frá byrjun og það hefur ekki verið neytt vesen með þetta. Vertu bara viss um að þú farir ekki of fjótt út í víkkunina, þá gætiru endað með að rífa húðina í staðinn fyrir að víkka hana.
Sæll, veit að þetta er eldgamall korkur, en langar að spurja þig aðeins…
Ég er búinn að vera með eyrnalokkagat núna í 3 vikur og langar að gera mér tunnel, ég á ekkert í hættu með að rífa húðina ef ég bíð viku eða tvær í viðbót?
Það er mælt með að maður bíði allavega í 4 vikur áður en þú byrjar að strekja. Persónulega tel ég að það sé best að byrja á taper sem er frekar lítill 1-3mm og kaupir svo stærra.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..