Mig langar að leita ráða hjá ykkur,götunarfróða fólk :) Ég fékk mér gat í nefið(veit ekki hvað það heitir,svona ,,venjulegt" í nasavænginn) fyrir ca.mánuði og er búin að vera með byrjendalokkinn síðan. Nema svo var ég að taka hann úr núna og þá er hjúds kúla inni í nefinu,alveg við gatið. Ég veit ekki hvað hún er búin að vera lengi þarna,þar sem hún sást ekki fyrir festingunni. Það er ekki eins og það sé gröftur inni í þessu,meira eins og þétt kúla og ef ég pota í hana eða fikta eitthvað þá fossblæðir úr henni og allur þessi helmingur af nefinu er aumur :S Veit einhver hvað er í gangi og hvað ég get gert? Ég hef verið með gat áður í nefinu og lenti ekki í þessu þá.