Tekið af www.x977.is
Mánudaginn 25.febrúar opnar ný húðflúrstofa hér í Reykjavík og heitir hún Reykjavík Ink og er á Frakkarstíg 7. Þessi stofa er einstök að því leitinu til að eingöngu verða á stofunni erlendir listamenn að verki, allt er til alls á Reykjavík Ink, sem dæmi getur viðskiptavinurinn horft á sjónvarpið, kvikmyndir, farið í tölvuleiki eða hlustað á tónlist á meðan hann eða hún fær á sig nýja mynd.
Eigendur stofunnar eru Össur Hafþórsson og Linda Mjöll sem halda Íslenska Tattoo Festivalið sem er búið að vera tvö ár í röð og það þriðja verður í sumar. Þau eru að opna stofuna vegna aukinnar áhuga á erlendum listamönnun að koma hér til landsins og húðflúra landann og vegna aukins áhuga íslendinga á erlendum húðflúrmeisturum. Enginn annar er íslandsvinurinn Santana og Ms Debroah munu opna stofuna, þau hafa bæði unnið til fjölda verðlauna í USA fyrir verk sín. Hægt er að kíkja á heimasíðurnar hjá þeim og skoða verk þeirra, Santana er www.oddityink.com og Ms Dedroah er www.msdeborahtattoo.com. Allar frekari upplýsingar og tímapantanir í síma 897-9107 og senda má fyrirspurn á Reykjavikink@simnet.is
—-
Snilld að fá aukna menningu og fjölbreytni hingað, einhvað sem maður mun pottþétt skoða.