Það eiga að fylgja leiðbeiningar með brúsanum…
Annars myndi ég frekar mæla með að nota saltvatn eða annan hreinsivökva sem ertir ekki. Vetnisperoxíð hefur reynst mér vel og hef ég mælt með því útaf því en eftir að hafa legið yfir bókum og síðum á netinu þá er það ekkert voðalega sniðugt á göt nema að um sýkingu sé að ræða. Það er mest notað á sýkt sár, drepur sýklana. Þannig ég hef kannski bara verið heppin að hafa ekki ert gatið og vefina í kring ;)
Ég persónulega hef komist að þeirri niðurstöðu að saltvatn sé langeinfaldasta lausnin, það ertir ekki ef það er blandað rétt en það er einnig hægt að kaupa tilbúið blandað saltvatn á einhverjum tattoostofum og held ég í Hókus Pókus líka (heitir Easypiercing salt solution).
Ég HELD að apótekin séu með saltvatn en það er ætlað á slímhúðir og því of sterkt fyrir göt, semsagt ekki rétt blanda fyrir þannig hreinsun.
Reyndu að forðast vökva sem innihalda alkóhól og hydrogene peroxide (t.d. spritt og vetnisperoxíð/súrvatn……) þegar þú ert að hreinsa göt.. Bara svona til öryggis ;)