ég var að láta gat í mig fyrir 2 vikum.. í vörina.. og ég held að það sé komin sýking.. er möguleiki að ég geti losnað við sýkinguna án þess að taka lokkinn úr?
Haltu áfram að hreinsa vel… Notaðu t.d. saltvatn. Þrífðu gatið umhverfis lokkinn að utanverðu 2 á dag með því og skolaðu munninn með munnskoli (t.d. Listerine) 2-3 á dag.. Skolaðu líka munninn með vatni eftir hverja máltíð og basically reyndu að halda gatinu alltaf hreinu
Þetta ætti að lagast á nokkrum dögum. Ef ekki, þá myndi ég ráðleggja þér að kíkja á lækni
Þú átt ekki að taka lokkinn úr ef þú færð sýkingu, þá getur gróað yfir sýkinguna og hún heldur áfram undir húð og getur skapað óþægindi og mikið vesen. Þú átt alltaf að bíða eftir að sýking fari til að fjarlægja skartgripi. Þetta getur verið að það sé ekki sýking. Kemur smá gröftur úr því eða er það bólgið, rautt og kemur mikill gröftur? Það er nefnilega eðlilegt ef það kemur smá gröftur úr gatinu. En eymsli og bólga er það ekki.
æji, ég veit ekki hvernig ég get útskýrt, það er pínu rautt í kringum gatið og það kemur alltaf smá gröftur úr.. líka finn ég hart í kringum gatið, en ég veit ekki hvort þetta sé bólga eða bara gröfturinn..
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..