Ég fór í dag til Sverris og við kláruðum ermina mína alveg…. Það vantaði alltaf endi á hana og kunningi minn kom með þá snilldarhugmynd að láta myndina enda í málningarleka þar sem það er svona málverkastíll yfir þessu.
Þannig núna lekur sleeve-ið mitt og opnar þannig möguleika að ég geti sett e-ð fyrir neðan olnbogann eins og annað half sleeve í allt öðrum stíl (sem dæmi). Þá væri efri parturinn að leka yfir þann neðri eins og hann hefði verið málaður á eftir á :)
Ég hef alveg nokkrar hugmyndir um hvernig ég geti fyllt neðri hlutann en það verður ekki strax.
Um miðjan mars á ég svo tíma hjá Jóni Páli þar sem hann mun sleeve-a alla hægri hendina! Ég er orðin virkilega spennt fyrir vinnunni á þeirri hendi sem mun verða þakin í floral stíl…
Það mun kosta miiiikla vinnu og peninga en mér finnst það bara alveg þess virði! ;)
Vildi bara “monta” mig aðeins :þ
Ég sendi síðan inn mynd af kláraðari ermi von bráða