En allavega ég fór þarna upp í snyrtiskóla fyrir 3 vikum og ákvað að fá mér eyeliner. Hún blandaði einhvern svarbrúnan lit. Síðan var borið á mig slatta af deyfikremi sem er nauðsinlegt til að hreyfa augnlokin sem minnst þegar hún er með nálina þar. Ég varð strax ástfangin af byssunni, sem hún hélt á eins og penna, frábær útlínuvél. Hún byrjaði hægra megin og þetta var frekar vont ég kipptist mikkið til þrátt fyrir deyfingu, en þegar hún fór yfir vinstra augað var þetta bara sá kitl og ekkert mál. Það er líka alltaf þannig að það er gert punktar fyrst við augnhárin síðan lína og svo ertu beðin að koma aftur eftir 3 vikur. Þegar ég kom aftur í dag byrjaði hún vinstra megin og það var ekkert mál bara smá kitl, nema þegar hún fór í aughvarmana, var það smá vont og ég þurfti að hnerra nokkru sinnum, en sama hvað hún deyfi hægra megin þá var það vont og ég var með mikla taugakippi á meðan , en hún strekkti bara og hélt þessu kjurru, þetta var ekkert of mikill sársauki eða eitthvað þannig, bara fyndið hvað hægra augað mitt er miklu viðkvæmara en það vinstra, ég bólgnaði líka meira í því í bæði skiptin. Hún skellti líka hálfri línu undir í dag og það þarf kanski að fara yfir það eftir 3 vikur.
Og þarna fyrir 3 vikum ákvað ég líka að setja smá á varirnar, en bara við endana, til að undirstrika þær aðeins, síðan faidar línan og hverur við venushólin, og á neðri vörinni á svipuðum stað, það var búið að segja við mig að varirnar væru verstar, en ég fann sama sem ekkert fyrir þeim enda vel deyfð. Og þær voru líka nánast alveg búnar að gróa daginn eftir, á meðan það var um vika á augunum, frekar furðulegt að vera að kroppa svartar húðflugur úr augnhárunum á morgnanna.
En ég sendi kanski mynd þegar þetta er gróið og bólgan farin úr augunum.
Diamonds arn´t forever….. Dragons are