jæja nú er að ég stækka tunnellið mitt með tapers uppí 10 eða 11 (manekki) Hvernig stækkið þið gatið með nýjum tapers? Ýtiði bara eða snúið þið? Eða hvað? hvað er besta aðferðin:)
Þú ert ekki að byrja frá byrjun er það? Þá myndi ég fara á stofu og láta gera fyrstu stækkunina þar, þær eru oftast erfiðastar.. Ef þú ert með tunnel fyrir sem þú ætlar að stækka þá seturðu bara taperinn í, ýtir honum/snýrð honum inn þangað til þú ferð að finna aðeins til (alls ekki mikið) og svo festirðu hann. Ekki teygja mikið meira en 1-2mm á viku..
Bætt við 23. nóvember 2007 - 17:42 Og best er að nota vaselín eða e-ð mýkjandi þegar þú ýtir tapernum inn :) Það er auðveldara að teygja og líka minni hætta á að eyrnasnepillinn rifni
já ég er með svona 8 og hálfan eða 9 fyrir og er að stækka uppí 10 eða 11 (manekkihvort) og ég nota bara bodylotion þegar ég er að ýta tapernum inn?:o er kanski betra að nota vaselín ?
Bodylotion gæti verið ertandi, myndi frekar nota vaselín… Það ætti að vera lítið mál að teygja frá 8 upp í 10/11.. Vertu bara þolinmóð og ekki gera það hratt :) Taktu þér alveg 2-3 vikur í það. Stundum fer taperinn meira að segja að sjálfu sér inn að einhverju leiti. Það gerðist hjá mér…
þegar ég stækkaði frá 4 uppí 6 þá þurfti ég ekkert að ýta, það bara rann í gegn:o Svo þegar ég stækkaði frá 6 uppí 8 þá rann það líka í gegn og þurfti ekkert að ýta hehe:O :P Enn ég ætla að prófa að nota Vaselín ;) takk fyrir ráðin :D
Það blæddi aldrei hjá mér.. Held það sé ekki eðlilegt að það komi blóð. Myndi halda að þú hafir e-ð rifið gatið? Það þarf kannski ekki að vera hættulegt, hugsaðu bara vel um þetta og fylgstu með merkjum um sýkingu eða annað slíkt.. Það er hinsvegar eðlilegt að þú finnir smá fyrir þessu í smá tíma á eftir.. En ekki í nokkra daga
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..