ok, ég er komin með fullt af hugmyndum eftir að ég sá nokkra London Ink þætti.
Þar var einn gaur sem fékk sér ermi af myndum sem táknuðu fjölskyldu hans.
Upphaflega ætlaði ég að hylja sólina mína með skjaldamerkinu en núna langar mig í hálf-ermi í þjóðlegum stíl með myndum sem tákna fólkið mitt og líf t.d sjaldamerkið því ég er íslensk og elska það, svo geðveikt flotta mynd af Sleipni því ég á hest og elska hestamennsku, kisurnar hennar Freyju og Freyju sjálfa fyrir ástarlíf mitt og kisurnar tvær sem ég hef átt, 2 hermenn með spjót því það er merking nafns pabba míns og bróðurs, eyngjarós fyrir mömmu ofl.. og svo bakrunnin breiða af gleyméreyjum því þetta eru hlutir sem ég mun aldrei gleyma :) hvernig líst ykkur á, og hvað finnst ykkur um stelpur með ermar…
Bætt við 19. nóvember 2007 - 22:46
þið getið séð sólina sem ég ætla að setja yfir hér
http://www.hugi.is/hudflur/images.php?page=view&contentId=5105561