Hvar er ódýrast að fá sér húðflúr hér á landi? Tek það fram að í spurningu minni er ekki verið að biðja um álit á húðflúrurum, eða gæði húðflúra, aðeins, hvar er þetta ódýrast?
Startgjaldið er 7000 á öllum stöðunum og svo meta þeir restina… Held það sé bara misjafnt hver er ódýrastur hverju sinni, hvort þeir séu í góðu skapi eða ekki :)
Samt, spurningin er ekki hvað það kostar. Þú ert að fara að vera með þetta alla ævi og væri þá ekki sniðugra að spá í hæfileikum flúrarans frekar en nokkrum þúsundköllum sem þú átt ekki eftir að muna eftir, mánuði seinna?
ég tek 1000kr heima í bílskúrnum með skúfblýant og pennablek. Tek fram að ég kann ekki að teikna og geri ekki eftir hugmyndum, þú ert velkomin/n til mín anytime eftir hálf 6
Bætt við 6. nóvember 2007 - 23:11 ATH! NÝTT NÝTT
er komin með nokkrar splunkunýjar saumavélanálar í verkið! Sama verð,meiri gæði
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..