Ég fékk mér gat í nefið fyrir rúmlega mánuði á tattoo og skart. Sessa gerði það og sagði mér að þvo það aðeins með útþynntri sápu í sturtu og kannski við og við að setja spritt bara inní..

Núna fyrir nokkrum dögum tók ég eftir smá hnúð, eins og einhversskonar bólu undir lokknum, og minnug þess að hafa lesið um göt í eyrun sem fengu smá hnúð ákvað ég bara að bíða… núna nokkrum dögum síðar er þetta bara buið að stækka og það er pínu rautt í kringum gatið..

hvað gæti verið að? Og hvað ætti ég að gera?