Ég ber ekki neitt krem á mín flúr nema hrúðrið sé mikið og þurrt … Mér finnst þau persónulega gróa mun betur og hraðar. En annars hefur fólk verið að nota þessi krem í litlu magni (örþunnt lag yfir flúrið ef þú ætlar að nota það) : Helosan, Proctosedyl, Sárakrem, AD krem eða Aloe Vera o.fl. græðandi krem.
Basic umhirða er svo bara að passa upp á flúrið, þetta er jú bara opið sár sem þarf að gróa í friði. Ekki kroppa, þá gæti komið til með að vanta lit og myndin verður flekkótt. Ekki klóra!! Gott ráð við kláða er að skvetta smávegis af Mentólspritti í bómull og dempa svo lauslega yfir flúrið. Hrúðrið sem myndast fer af sjálfu sér og þú flýtir ekkert fyrir með því að taka það af :) Ekki fara í sund og ljós fyrstu 10-14 dagana og ekki fara í bað þar sem flúrið er ofan í mest allan tímann. Bara forðast að bleyta mikið upp í því..
Það er allt í lagi og ekki hægt að komast hjá því… Reyndu bara að nudda þetta ekki þegar þú þværð á þér hárið og reyndu að bleyta ekki mikið upp í flúrinu :)
ég setti bara svolítið af vaselíni yfir mitt sem er á svipuðum stað, áður en ég fór í sturtu, það hélt svona mestu í burtu! =) svo þurrkaði ég bara varlega af eftir sturtuna
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..