jæja ég fékk mér gat fyrir tveim vikum í annað eyrað því að ég er að vinna í tunnelum í bæði (var með gat í hægra eyra sem var gróið). Ég var með gat í vinstra eyra einu sinni en þurfti að taka það úr vegna þess að það var komin smá sýking og ég átti ekkert til að hreinsa með. En allavega kallin skaut í örið þannig að ég fann voða lítið fyrir, en núna er ég búinn að vera með það í tvær vikur og hreinsa það tvisvar á dag, hvern dag… en áðan ætlaði ég að prófa að setja tapers í vegna þess að ég fann ekkert til í eyranu.. en þegar ég tók lokkinn úr fann ég að eyrað var svona “hart” í kringum gatið? er það sýking, eða er þetta bara gatið að gróa ? það er svoldið vont að klípa í eyrað. það kemur samt enginn gröftur lengur… en allavega þarf ég bara að vita hvað þetta er og hvort eitthver annar kannist við þetta :)