Sko, það eru núna nokkrir mánuðir síðan ég fékk helix vinstra megin, á sama tíma fékk ég mér 3 lobe-ið hægra megin..

Þessi göt eru fyrstu götin mín sem eru gerð með nál, og þegar það var stungið blæddi frekar mikið fyrst, síðan storknaði það strax eiginlega..

Það var síðan strax settur hringur í ( með svona kúlu?) Og það var sett þannig í öll hin götin sem eru núna 4 hvoru megin.

Síðan gekk allt vel og gró fallega nema, alveg þangað til að ég fór í sund og það var rifið í gatið þannig það fossblæddi.. En ég var í sunkennslu svo ég mætti í sund aftur dagin eftir og alveg næstu 2 vikurnar.. Og síðan allt í einu fór húðin að gróa yfir hringin á nýja helixinu, þannig gatið var orðið svona eins og tungl ( C ) og það kom heiftarleg sýking svo ég ákvað að taka lokkinn úr og þá lak bara gröftur og ógeð úr því og ég var mjög aum í því..

Núna er mér ekki lengur eins illt og það er að verða flott nema það er svona kúla á sjálfu gatinu skiljiði? (Svona inní eyranu utan um gatið)

Og síðan núna fór mér allt í einu að verða illt í gamala helixinu mínu, svo ég ákvað að þvo það strax með vetnisproxíði í nokkra daga og öll götin, og núna er mér eiginlega ekki illt í neinum þeirra, en þetta gerðist allt bara á stuttum tíma eins og líkaminn væri kominn með leið á götunum og væri að hafna þeim öllum í einu:/

Afhverju haldiði að þetta hafi gerst?
Og haldið þig að það sé allt í lagi að stinga aftur í gegnum nýja fyrverandi helixið mitt?

Enfilega svara, skil ekkert í þessu :S! Hef aldrei fengið sýkingu eða neitt nema þegar ég komst að því að ég sé með ofnæmi fyrir plast húðunum lokkum þegar ég var lítil..