BPA eða Body Piercing Aftercare er einhvað sem ég fékk eftir að hafa fengið mér gat í nefið og fór að pæla hvort þetta væri sama og þetta Vetnisperoxið?
Ef svo er ekki, þarf ég þá að blanda þetta einhvað öðruvísi? Eða hvernig er þetta?
Væri alveg til í að fá svar sem fyrst þarsem ég fékk gatið í gær og vil ekki fá neina sýkingu eða einhvað…
Þú blandar BPA ekkert…bara notar dropateljarann, og eins og einhver sagði er gott að setja bara á eyrnapinna… Mér, persónulega, finnst BPA miklu betra en vetnisperoxíð….BPA er líka græðandi, sem vetnisperoxíð er ekki. Og vetnisperoxíð hentar heldur ekki öllum, og ef þú blandar það of sterk er það ekki gott ef þú ert með viðkvæma húð.
Hvar kaupi ég þetta bpa? Hef greinilega verið að fá slæmar ráðleggingar því ég hef staðið í þeirri trú að Vetnisperoxíð sé í góðu lagi fyrir húðina mína..
Það er ekki slæmt ef þú notar það rétt og í hófi… Sumir nota Vetnisperoxíð, aðrir þetta BPA, enn aðrir spritt, saltvatn, klórhexidín o.s.frv…. Allt þetta er slæmt fyrir húðina ef þú ert að ofnota þetta og nota þetta vitlaust..
Það getur verið að ég hafi blandað þetta of sterkt þá.. en allavega, ég þarf eitthvað upp á bólgu og sýkingar og svoleiðis, peroxíðið hjálpar mér ekki mikið þar..
hún allavegna sagði að það gæti þurkað húðina í kring og þess vegna væri bpa betra,.. svo er ég með þessa týbisku ofnæmis húð þannig ég ætti sennilega ekkert að prufa þetta.. en já var að koma heim úr bænum og er full svo ég tek einga ábyrð á stafsetningavillum :D
ÞAð er rétt. Næstum allir pro piercerar í heiminum mæla á móti noktunk vetnisperoxíðs á göt, eða hydrogen peroxide. Getur séð það bara ef þú ferð að skoða piercing síður út í heimi.
Það tekur gatið miklu lengri tíma að gróa ef þú notar þetta stanslaust því þú ert alltaf að koma ójafnvægi á sýrustigið og bakteríflóru og það étur upp nýjan líkamsvef.
Ég mæli með þessu BPA eða bara saltvatnslausn. Í flestum tilfellum ef þú hugsar vel um gatið þitt þá ættiru ekki að fá sýkingu.
Ég skil ekki þetta vetnisperoxíð hype-dæmi. Ég nota það til að lita augabrúnirnar á mér:/ Akkúrat það sama, 3%.
Það má vel vera að það sé notað á sjúkrahúsum en örugglega ekki mörgum sinnum á dag ef það er engin sýking t.d. Það er líka frekar forn aðferð og margir spítalar hættir með þetta (las mér til um það;))
Ég hef alltaf notað þetta á ný göt 1-2 á dag, gatið grær mjög vel og ég finn varla fyrir nýjum götum… Hef aldrei fundið fyrir að húðin þurrkist upp svo á meðan þetta virkar vel og gerir nákvæmlega ekkert slæmt þá mæli ég með því :)
hm.. ég fékk gat í nefið fyrir mánuði hjá sessu og hún sagði mér að þvo það bara í sturtu með útþynntri sápu og kannski með spritti við og við innaní.. þurfti ekki að kaupa neitt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..