Nema hvað að ég nota krem daginn eftir, ég hef verið að nota krem sem til var hér heima en það kláraðist og ég notaði þetta easy tattoo krem, sem hefur virkað vel fyrir marga. Það myndaðist mjög þykkt lag af húð yfir viðkvæmasta svæðið, alveg við ökklan, og þetta er ennþá allt í klessu og ennþá þykkt og ekki gróið og ég þarf að bíða dáltið lengur eftir að það sé hægt að halda áfram. Mig klæar mikið í þetta og þetta er allt öðruvísi en það hefur áður verið þegar tattoo eru að gróa á mér.
Mig grunar að þetta sé ofnæmisviðbrögð við lanólíni, ég hef áður fengið ofnæmi, þegar ég var nýkomin úr skurðaðgerð þá var ég að bera AD krem á örin, þá steypist ég út í kláðabólum af því lanolínið lokaði svitaholum. Það gæti vel verið þetta sama ofnæmi að bögga mig. En gallin er að lanólín er í flest öllum kremum og dags daglega truflar það mig ekki þó ég noti bodylotion og dagkrem.
Næst ætla ég að sleppa allri kremanotkun, býst ég við, ég á alveg 2-3 session eftir í þessari lagfæringu.
Hafið þið lent í einhverju svipuðu?
Diamonds arn´t forever….. Dragons are