ég er að spá í því að fá mér húðflúr en veit ekki allveg hvort ég á að fá mér jurta eða casual… Endilega ef þið vitið um Einhverja góða stofu posta það hér:) og hvort ég eigi að fá mér jurta eða ekki:)
Jurta tattoo eru verk djöfulsins. Þau fara ekki af, dofna og verða bara ljót. Fáðu þér frekar alvöru tattoo, bara þegar þú ert tilbúin/n og alveg viss =)
Það er best bara að taka smá göngutúr niður laugaveginn og hverfisgötuna og skoða albúmin þar, eða skoða galleríin á síðunum =) Held að flestir séu bara mjög góðir hérna!
Tattoo69, Laugarvegi 69 þeir eru mjög góðir ég hef fenegið bæði mín flúr þar og mun fá mér fleiri í framtíðinni.
annars myndi ég nú ekki fá mér jurtatattoo ef ég væri þú, allir sem eg veit um sem hafa fengið svona hafa verið ekkert nema svekktir/pirraðir með útkomuna
Labba Laugaveginn og Hverfisgötuna, skoða stofurnar og það sem þær bjóða uppá. Spjalla við flúrarana, skoða ljósmyndir af verkum þeirra o.s.frv… Þú finnur það sem hentar þér og þinni hugmynd best :) Þetta eru 4 stofur þannig að þetta tekur ekki langan tíma ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..