Og nú koma nokkrar spurningar í sambandi við það :).
Í fyrsta lagi, hvað eru þessi göt í eyrunum lengi að gróa (hvenær má maður skipta um lokk)?
Þegar tungugatið á að vera búið að gróa og maður má skipta um lokk og þannig, er þá e-ð sem maður þarf að gera? T.d. þarf maður að muna eftir því að skrúfa alltaf lokkinn fastan á hverjum degi og eitthvað þannig lagað?
Fer maður svo ekki bara í Mótor eða Kiss til að kaupa nýja lokka eða ætti maður frekar að fara eitthvert annað?
Heyrðu, já…líka eitt annað ;). Ég er líklegast að fara að læra söng og pabbi var að tala um að þá þyrfti ég örugglega að taka úr mér lokinn (hann er söngvari btw), því ég talaði skringilega og e-ð þannig. Svo var hann líka að tala um að hann myndi ekki eftir neinum söngkonum sem væru með gat í tungunni.
Þannig, vitiði e-ð um þetta? Persónuleg reynsla eða bara e-ð í sambandi við hvort hægt sé að syngja með þetta jafnvel og án þess? Mættuð líka nefna það ef þið munið eftir einhverjum sönkonum með gat í tungunni (helst góðar söngkonur :P).
…=)
=)