Ég er svo svakalega heppin að búa með mikilli tattoo áhuga stelpu og fyrrum starfsmanni í apóteki. Þessi vinkona mín lét mig fá krem í gærkvöldi þar sem ég er búin að vera með ÓENDANLEGAN kláða í tattoo-inu mínu.
Hún læt mig fá fótakrem frá yndisseiði (yndisseidur.is) og það bara virkar svo ferlega vel að ég verð að deila því með fólki.
Þetta er jú fótakrem og inniheldur það Glyserín, piparmintu blóm, shea butter, rosemary, cedarwood, tea tree ilmkjarnaolíur og vínberjafræolíu.
En takið eftir, það inniheldur engin rotvarnarefni þannig þetta er svona all natural krem. það hefur kælandi áhrif sem virkar mjög vel við kláða og allt það “scabbing” sem var komið af stað hvarf einsog dögg fyrir sólu.
Ég er samt ekki að segja að fólk eigi að nota þetta fyrst um sinn þegar það fær sér tattoo, þá eru feitu kremin betri. Vildi bara deila því með fólki að þetta hefur gríðarleg áhrif á kláða og umrætt “scabbing” sem fylgja oft tattoo-um :oþ