Er alveg sáttur við líkama minn, þetta er bara eins konar lýti. Ég fæddist með tunguna alveg fasta við góminn, gat ekkert hreyft hana, og það var klippt á hana, bara frekar lítið. Ég dey ekkert ef ég geri ekki eitthvað í þessu, bara eitthvað sem ég væri til í að laga við tækifæri.
Það væri hægt að segja “sættu þig við líkama þinn” við alla á þessu áhugamáli, en við erum öll með áhuga á að breyta honum og gera hann meira “okkur”, mín tattoo og piercing eru allavega öll mjög persónuleg og svona symbólísk.
Ég meina allt sem ég segi hérna á besta mögulega hátt.
Ég er bara að segja að ef fólk vill breyta líkama sínum, þá á það að fá gera það, við vitum ekki nema við eigum eitt líf og hví að lifa með einhverju sem þú gætir verið án, t.d. fæðingablett á enninu eða einhverskonar “lýti” eða án þess að fá þér eitthvað(tattoo eða whatever) sem myndi láta þér líða betur eða gefa þér eitthvað(spiritual eða whatever)? Ef þú vilt vera með horn og hala og tattoo og brennimerki á rassinum, þá go for it, more power to you skiljiði :)
Það eina sem ég er á móti og myndi aldrei styðja eru svona amputees og svona, fólk að höggva af sér líkamshluta og þannig, eitthvað sem heftir viðkomandi.
Takk fyrir öll svörin btw :)