Þegar ég fékk mér í tunguna, kom bólgan sama kvöld, ég talaði eins og þroskaheftur einstaklingur, sem var reyndar mjög fyndið. Ég var að vinna í símasölu og hljómaði nokkkurn vegin svona: Góa hvöldi é e a þingj fy-i-i þamban íðslenðsga kðisðtniboh félagih…. Allir vorkenndu mér og ég hef aldrei fyrr né síðar selt svona mikið.. En það er önnur saga, enda er ég hræðilegur símasölueinstaklingur og ferli mínum sem slíkur var lokið stuttu eftir þetta.
En til að svara spurningu þinni, þá var þetta mjög fljótt að gróa, daginn eftir var mest öll bólgan farin og ég var farin að tala eðlilega. Ég held líka að frumur í kjaftinum eru hraðvirkari en aðrar, þess vegna er gatið líka frekar fljótt að gróa. Man að vinkona mín var á stuðlum og þeir lætu hana taka lokkinn úr meðan hún var í einangrun, 12 tímum seinna var ómögulegt að koma lokknum aftur í.
En passaðu tennurnar, það er gott að nota líka plastlokk. Og ef þú hugsanlega mögulega notar e eða spítt, sem ég er engan hátt að saka þig um. Ekki fá þér tungulokk, vegna þess að kækir í kjaftinum sem koma með neyslu örvandi efna getað rústað tönnunum auðveldlega, hef séð slæm dæmi.
En nú er ég líka búin að segja miklu meira en nóg, gangi þér vel.
og btw það er gegt gott að kyssa og vera kysstur af einstakling með lokk…
Diamonds arn´t forever….. Dragons are