Ok ég er með nokkrar spurningar.. Nú er komið að því að ég ætla að fara að fá mér mitt fyrsta tattoo. Ég hafði hugsað mér að fara á Tattoo og skart
*Ef ég ætla að fá mér það fljótlega eftir verslunarmannahelgina þarf ég þá að fara að drífa í því að panta tíma?
*Sama spurning nema ef ég ætla að fá mér í september?
*Er Tattoo og skart góð stofa?
*Á ég að biðja um einhvern sérstakan til þess að flúra mig eða er það bara random?
*Hversu vont á skalanum 1-10 er að fá sér tattoo annaðhvort á herðarblaðið eða á milli herðarblaðana?
Ok nóg að spurningum í bili..
Fyrirfram þakkir:)
Bætt við 24. júlí 2007 - 19:36
Takk æðislega allir saman. Hef fengið öll svörin sem ég þarf:) Og ætla að láta að gera þetta eftir verslunarmannahelgina:)